Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.